Stjórnvöld grípa inn í Herjólfsdeilu

1.Apríl'14 | 12:07

Herjólfur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 15. september verkfallsaðgerðum sem Sjómannasambands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi í dag og óska þess að unnt verði að afgreiða það samdægurs.
Morgunblaðið sagði frá því í morgun að þreifingar hefðu verið milli flokka á Alþingi um að greiða fyrir setningu laganna.
 
Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt en ekki farin sú leið að senda kjaradeiluna í gerðardóm. Það er sameiginlegt fyrri inngripum Alþingis í kjaradeilur að með þeim hefur þurft að forða efnahagslegu tjóni eða að lögmæltum verkefnum hins opinbera verið stefnt í hættu.
 
Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að stjórnvöld standi „frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inní kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er hinsvegar ekki léttvæg. Þá er það mat deiluaðila að ekki séu forsendur fyrir samningum eins og málin standa nú og lausn er ekki í sjónmáli. Það verður því ekki undan vikist að Alþingi bregðist við.“
 
Sérstaða Vestmannaeyja í samgöngumálum er augljós og ótvíræð en Herjólfur tengir saman almenningssamgöngukerfi lands og Eyja. Vöruflutningar fara að mestu sjóleiðina milli lands og Eyja og hefur verkfallið því mjög neikvæð áhrif á atvinnulíf í Eyjum að ógleymdum áhrifum á íbúa sem reiða sig á Herjólf til að sækja nauðsynlega þjónustu til lands, segir í frétt ráðuneytisins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.