Stjórnvöld grípa inn í Herjólfsdeilu

1.Apríl'14 | 12:07

Herjólfur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 15. september verkfallsaðgerðum sem Sjómannasambands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi í dag og óska þess að unnt verði að afgreiða það samdægurs.
Morgunblaðið sagði frá því í morgun að þreifingar hefðu verið milli flokka á Alþingi um að greiða fyrir setningu laganna.
 
Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt en ekki farin sú leið að senda kjaradeiluna í gerðardóm. Það er sameiginlegt fyrri inngripum Alþingis í kjaradeilur að með þeim hefur þurft að forða efnahagslegu tjóni eða að lögmæltum verkefnum hins opinbera verið stefnt í hættu.
 
Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins segir að stjórnvöld standi „frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inní kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er hinsvegar ekki léttvæg. Þá er það mat deiluaðila að ekki séu forsendur fyrir samningum eins og málin standa nú og lausn er ekki í sjónmáli. Það verður því ekki undan vikist að Alþingi bregðist við.“
 
Sérstaða Vestmannaeyja í samgöngumálum er augljós og ótvíræð en Herjólfur tengir saman almenningssamgöngukerfi lands og Eyja. Vöruflutningar fara að mestu sjóleiðina milli lands og Eyja og hefur verkfallið því mjög neikvæð áhrif á atvinnulíf í Eyjum að ógleymdum áhrifum á íbúa sem reiða sig á Herjólf til að sækja nauðsynlega þjónustu til lands, segir í frétt ráðuneytisins.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).