Þjóðvegurinn er hreinlega í sundur

segir Elliði Vignisson

28.Mars'14 | 08:05
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja kom í viðtal í útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis og ræddi þar um samgöngumál milli lands og eyja. Elliði segir skaðann sem hljótist af verkfalli undirmanna á Herjólfi gríðarlega mikinn, og snerta allt samfélagið.
„Þetta eru orðnar 3 vikur sem við höfum mátt búa við það ástand að þjóðvegurinn til Vestmannaeyja er ekki að virka", sagði Elliði. „Ef bara væri siglt í Þorlákshöfn væru 14 ferðir á viku en þær eru 4 í dag. Skaðinn er gríðarlega mikill."
 
Samgöngur liggja ekki alveg niðri, en það sé sérstaklega öflugum flugsamgöngum að þakka að sögn Elliða. „Það er sérstaklega öflugt flug til Vestmannaeyja þessa daga og ástæða til að hrósa þeim á flugfélaginu Erni sérstaklega með hvernig þeir hafa brugðist við."
 
Þó hafi verkfallið lamandi áhrif þar sem næstum hver einasti íbúi Vestmannaeyja reiði sig á Herjólf. „Það eru allar vörur fluttar með Herjólfi, allur fiskur frá Vestmannaeyjum, allur fiskur til Vestmannaeyja, ferðaþjónustan er meira og minna með Herjólfi, jafnvel sorpið er flutt með Herjólfi."
 
Til umræðu kom að ríkið gripi inn í kjaradeiluna með löggjöf. Þá sé frumvarp tilbúið á þingi en það hafi ekki getað komist á dagskrá vegna málþófs.
 
„Ég vil ekki geta trúað því að fermingarbörn í Vestmanneyjum geti ekki tekið á móti ættingjum sínum um helgina af því að það sé málþóf eða að málið komist ekki á dagskrá."
 
Hægt er að hlusta á umræðuna í Reykjavík síðdegis í spilaranum að ofan.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is