Rakst í brjóst og strauk rassa

26.Mars'14 | 08:06

Lögreglan,

Fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta gegn fimm stúlkum á aldrinum 14 til 15 ára. Maðurinn og fjórar stúlknanna tóku þátt í leiksýningu þar sem hann braut gegn þeim en þeirri fimmtu sendi hann klúr skilaboð á netinu.
Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum en frá nóvember 2010 og fram í janúar 2011 í tengslum við umrædda leiksýningu lét hann ítrekað sem hann rækist óviljandi í brjóst stúlknanna þegar hann gekk fram hjá þeim og þá gerði hann sér far um að vera nálægt þeim í svokölluðum hvatningarhring þar hafi hann strauk þeim um rassinn. Þá lýstu stúlkurnar faðmlögum hans og knúsi þannig að hann hefði í lok faðmlagsins látið höndina snerta rass þeirra.
 
Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði haft fulla vitneskju um aldur stúlknanna. Hann hefði vitað að þær voru grunnskólanemendur og hafði samskipti við þær í leikhúsinu en einnig í félagsmiðstöð sem þær sóttu.
 
Kærastan og barn þeirra fyrir
Ein stúlkan lýsti því að maðurinn hefði ítrekað hrósað útliti hennar, sagt hana sæta og ef hann væri yngri myndi hann reyna við hana. „Hann hafi knúsað hana og rennt höndunum á rassinn og hafi þetta gerst fjórum til fimm sinnum. Hann hafi haft samband við hana á samskiptamiðlinum formspring og lýst því hve hann langaði til að knúsa hana og kyssa en kærasta hans og barn hindruðu hann í því. Þá hafi ákærði þóst snerta brjóst hennar óvart tvisvar til þrisvar sinnum.“
 
Framburður annarra stúlkna var á svipaða lund. Hjá lögreglu kannaðist hann ekki við að hafa snert þær með þeim hætti sem þær lýstu en kannaðist við að strákarnir í leikhúsinu hafi verið að metast um það hver gæti losað brjóstahaldara þeirra með einni snertingu. Hefði þetta tíðkast í mörg ár að stríða stelpunum með þessum hætti.
 
Þá útilokaði hann ekki að í atganginum í leikhúsinu hefði hann snert rass einhverra stúlknanna án þess að veita því sérstaka athygli.
 
Greiði stúlkunum 250 þúsund krónur
Í niðurstöðu dómsins segir að við ákvörðunar refsingar hafi verið litið til þess að málið dróst úr hömlu af ástæðu sem maðurinn beri ekki sök á. Rúmlega þrjú ár séu liðin frá því brotin voru framin. Refsingin þótti hæfileg níu mánaða fangelsi og fullnustu hennar frestað.
 
Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fjórum fjórum stúlknanna 250 þúsund krónur en þeirri fimmtu, sem hann átti samskipti við á netinu, 150 þúsund krónur. Fólust þau samskipti í því að maðurinn spurði í hvernig nærbuxum stúlkan væri.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-