Eyjalistinn býður fram til bæjarstjórnar

24.Mars'14 | 14:23
Eyjalistinn býður nú fram í fyrsta skipti til Bæjarstjórnar Vestmannaeyja undir listabókstafnum E við bæjarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí 2014.
 
Eyjalistinn er félag fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni- grænu framboði og að auki óflokksbundnum og óháðum kjósendum. Allir sem að Eyjalistanum standa eiga það sameiginlegt að vilja vinna að bættum hag Vestmannaeyja með sérstakri áherslu á jöfnuð og samvinnu á öllum sviðum. Hagsmunir heildarinnar verður það viðfangsefni sem listinn mun hafa að leiðarljósi.
 
Framboðslisti Eyjalistans verður kynntur um mánaðamótin mars- apríl en nú þegar er hafin öflug og opin málefnavinna til undirbúnings kosninganna. Sú málefnavinna heldur áfram fram að kosningum og verður stefnuskrá Eyjalistans birt þegar nær þeim dregur.
 
Á almennum félagsfundi 22. mars var rætt um ýmis hagsmunamál Vestmannaeyja og m.a. var eftirfarandi ályktun samþykkt:
 
Almennur fundur Eyjalistans haldinn í Arnardrangi 22.3.2014 lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu samgöngumála í Vestmannaeyjum og krefst þess að gegngið verði til samninga án frekari tafa. Jafnframt lýsir fundurinn yfir stuðningi við barátu launafótlks fyrir bættum og mannsæmandi kjörum.
 
Fyrir hönd stjórnar
Jónatan G. Jónsson
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.