Saka Sjómannafélagið um ósannindi

21.Mars'14 | 12:59
Forsvarsmenn Eimskips segja framkvæmdastjóra Sjómannafélags Íslands fara með ósannindi varðandi stöðu mála í kjaradeildu undirmanna á Herjólfi.
„Við fórum yfir þetta lið fyrir lið og þeir eru ekki tilbúnir að koma til móts við okkur í einum einasta þeirra, þrátt fyrir að þeir séu búnir að borga öðrum starfsmönnum sínum sömu laun,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands, um árangur af viðræðunum í gær vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. „Okkur í samninganefndinni finnst sem viðmót Eimskips sé að það ætli ekki að semja við okkur,“ segir Jónas enn fremur.
 
Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskip segir að þessi ummæli Jónasar séu síst til þess fallin að auka líkur á að deilan leysist.
 
Viðræðurnar fóru fram hjá ríkissáttasemjara en viðsemjandinn eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Eimskips. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn kemur.
 
Ólafur segir að fulltrúar SA í viðræðunum hafi lagt til ýmsa hluti í viðræðunum sem fulltrúar Sjómannafélagsins hafa ekki hlustað á „og ekki fært sig tommu í átt að samningum,“ segir Ólafur.
 
Hann segir að lágmarkskrafa Sjómannafélagsins sé launahækkun upp á 43% og það hafi ekkert gefið eftir í þeim efnum.
 
„Að vera með svona ósannindi og skæruhernað í fjölmiðlum er ekki til þess fallið að leysa þessa deilu. Að halda heilu samfélagi í gíslingu með svo óraunhæfum kröfum gengur ekki lengur,“ segir Ólafur.
 
Verkfall háseta og þerna á Herjólfi hófst 5. mars og hefur ferjan aðeins siglt eina ferð á dag virka daga en ferðir um helgar hafa fallið niður. Frá og með deginum í dag falla siglingar niður á föstudögum. Þess má geta að Víkingur siglir þrjár ferðir milli lands og Eyja í dag.
 
Ólafur segir að Eimskip harmi það að engir úr áhöfn skipsins sitji við samningaborðið því þannig væri tryggt að þeir væru upplýstir um hvað fari fram við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara.
 
„Eimskip harmar það að svo mikil ósannindi séu sögð um jafn alvarlegt mál og samgöngur til Vestmannaeyja eru. Samfélagið í Vestmannaeyjum hefur þegar skaðast stórkostlega vegna verkfallsins óbilgjarna krafna Sjómannafélags Íslands,“ segir Ólafur.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).