Nýlenduhugsun ríkjandi

15.Mars'14 | 08:37

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

„Við Eyjamenn erum hæstu skattgreiðendur á landinu öllu. Samt er þjónusta ríkisins hér ekki svipur hjá þeirri sjón sem við teljum okkur þurfa á að halda. Þegar verst lætur ríkir einskonar nýlenduhugsun gagnvart okkur og öðrum sjávarbyggðum. Sem sagt að það eigi að reka þessi svæði með lágmarkskostnaði og ná af þeim hámarksarði.“
Þetta segir Elliði Vignisson í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Staðan núna er sú að hér í Eyjum fæðast ekki lengur börn af því að heilbrigðisþjónusta er orðin svo takmörkuð og sjúklingar þurfa í auknum mæli að liggja á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu og þá jafnvel banaleguna. Í kaldhæðni höfum við stundum sagt að við gerum eingöngu kröfu um að fá þjónustu til að fæðast og deyja í Vestmannaeyjum en getum vel séð um okkur sjálf þess á milli.“
 
Fiskveiðistjórnun og skattheimta eru einnig til umræðu í viðtalinu og Elliði segir á að á seinasta ári hafi farið hátt í 1.500 milljónir frá Eyjum í slíka skatta.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.