Hertar verkfallsaðgerðir vegna Herjólfs

14.Mars'14 | 08:55

Herjólfur

Sjómannafélag Íslands hefur tilkynnt Samtökum atvinnulífsins að verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi verði hertar og að ferjan muni ekki sigla á föstudögum, frá og með næstu helgi. Þar með myndi hún aðeins sigla fjóra daga í viku, ef ekki semst, því nú þegar eru engar helgarsiglingar í gangi.
Vegna yfirvinnubanns getur ferjan aðeins siglt eina ferð á dag til Þorlákshafnar þá daga, sem siglt er á annað borð. Eftir að aðgerðirnar hófust hafa verið miklar annir hjá Flugfélaginu Erni, sem flýgur alla daga til Eyja og bætir við aukaferðum eftir þörfum. Félagið er til dæmis þegar búið að bóka í fjórar ferðir í dag, að því er fram kemur í Eyjafréttum.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is