Ekkert þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu undirmanna á Herjólfi

12.Mars'14 | 08:16

Herjólfur

Ekkki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu undirmanna á Herjólfi, eftir að síðasta fundi lauk án árangurs. Vegna aðgerða undirmannanna siglir ferjan aðeins eina ferð á dag til Þorlákshafnar og ekkert um helgar.
Bókað var í bæjarráði Vestmannaeyja í gærkvöldi að nú þegar sé skaðinn af þessu orðinn verulegur og óþægindi mikil.
 
Því sé mikilvægt að samningar dragist ekki frekar og býður bæjarráð fram húsakynni Vestmannaeyjabæjar undir frekari samningafundi, til að deilendur átti sig á mikilvægi þess að samið verði sem fyrst, en Samtök atvinnulífsins og Sjómannafélag Íslands hafa haldið fundi sína í Reykjavík til þessa.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.