Færri matargestir vegna verkfalls

10.Mars'14 | 10:19

Herjólfur

Herjólfur hefur ekki siglt á milli lands og Eyja um helgina vegna yfirvinnubanns undirmanna á skipinu. Hólmgeir Austfjörð, eigandi veitingastaðarins 900 Grillhús í Vestmannaeyjum, segist finna fyrir áhrifum af verkfallinu.
Hólmgeir segir að færri heima- og ferðamenn sæki veitingastaðinn en venjulegar helgar, eitthvað af heimafólki gæti verið fast uppi á landi. Það fari ekki á milli mála að minna sé að gera eftir að yfirvinnubann undirmanna á Herjólfi skall á.
 
„Þetta fer virkilega í taugarnar á Eyjamönnum en við verðum að sýna þessu fólki samstöðu, það verða allir að fá mannsæmandi laun, " segir Hólmgeir.
 
Yfirvinnubannið sé sérstaklega erfitt fyrir fólk sem þurfi að fara upp á land til að leita sér læknisþjónustu, hafi farið fyrir helgi en komist ekki heim aftur fyrr en á mánudag vegna yfirvinnubannsins.
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.