ÍBV vill spila aftur leik á Þjóðhátíð

4.Mars'14 | 13:24

fótbolti

ÍBV vonast til að leikur liðsins gegn Fylki í 14. umferð Pepsi-deildarinnar verði leikinn á sunnudeginum á Þjóðhátíð í Eyjum.
 
Leikurinn á að fara fram miðvikudaginn 6. ágúst, eftir Þjóðhátíð, en Eyjamenn vonast til að hægt sé að flýta leiknum og hafa hann í tengslum við Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina.
 
,,Að sjálfsögðu viljum við spila þá. Við erum að skoða þetta og ég á eftir að heyra í Ásgeiri formanni Fylkis. Ef þetta er ákveðið með svona löngum fyrirvara þá kemur þetta bara inn í dagskrána á Þjóðhátíð," sagði Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
 
Síðastliðið sumar mættust ÍBV og FH á laugardeginum á Þjóðhátíð en sú breyting var gerð vegna Evrópuleikja. Slegið var vallarmet á Hásteinsvelli en 3034 áhofendur mættu á leikinn og ánægja var með þennan leiktíma. Eyjamenn segjast þó geta bætt umgjörðina meira.
 
,,Það er ýmislegt sem mætti betur fara. Það voru margir sem settust í efri brekkuna og neituðu að borga. Það má efla þetta á ýmsum stöðum," sagði Óskar.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%