Formaður ÍBV blæs á orðróm um Gunnar Heiðar

3.Mars'14 | 16:46
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir ekkert til í orðrómi þess efnis að Gunnar Heiðar Þorvaldsson sé á leið aftur í uppeldisfélagið.
 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekk til liðs við Konyaspor í Tyrklandi síðastliðið sumar og hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins.
 
 
Þrátt fyrir það hefur verið orðrómur um að Gunnar sé á heimleið en Óskar segir það rangt.
 
,,Hann er loksins kominn í liðið þarna úti. Ég hitti hann í Krónunni þegar hann var í fríi um daginn og síðan gengur sú saga fjöllunum hærra að hann sé að koma á ÍBV," sagði Óskar við Fótbolta.net í dag.
 
,,Ég vildi óska þess að hann væri að koma en svo er ekki. Það er hægt að blása á þann orðróm."
 
Gunnar Heiðar er 31 árs gamall en hann samdi við ÍBV veturinn 2011. Hann stoppaði þó einungis í nokkrar vikur í Eyjum þá og gekk síðan til liðs við Norrköping áður en hann fór til Tyrklands í fyrrasumar.
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.