Veiðigjöldin leggjast þyngst á Eyjamenn, Hornfirðinga og Grindvíkinga

24.Febrúar'14 | 08:25

Þorskur fiskur

Veiðigjöld hækkuðu um 8,3 milljarða frá árinu 2009 til 2012 sem er liðlega níföldun. Í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um skatttekjur ríkissjóðs kemur fram að hæstu veiðigjöldin á íbúa eru í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði og í Grindavík. Þannig eru veiðigjöld á hvern íbúa í Vestmannaeyjum nær 16-sinnum hærri en í Reykjavík, þó í heild greiði útgerðarfyrirtæki í Reykjavík samtals hæstu veiðigjöldin, eins og sést á meðfylgjandi töflu um hæstu veiðigjöldin.
Veiðigjöld heild - grafík

Í heild voru veiðigjöld í Reykjavík, Vestmannaeyjum um ellefu sinnum hærri 2012 en 2009. Fyrirtæki á Akureyri greiddu 12-sinnum hærri gjöld og í Fjarðarbyggð hækkuðu gjöldin meira en 14-falt.
 
veiðigjöld hæstu gjöldin
 
Árið 2012 námu veiðigjöld um 332 þúsundum króna á hvern íbúa í Vestmannaeyjum sem er nær 302 þúsund króna hækkun frá 2009. Hækkun veiðigjaldsins á hvern íbúa á Höfn í Hornafirði var 218 þúsund og í Grindavík nær 182 þúsund krónur.

Veiðigjöld á íbúa
 
tekið af t24.is
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).