Dulmögnuð upplifun í Eldheimum

21.Febrúar'14 | 16:17
Það er eitthvað svo dulmagnað og spennandi við það að komast í návígi við hús sem legið hefur undir ösku og vikri í 40 ár. Upplifa hvernig tíminn hefur staðið í stað og ekkert breyst í áranna rás. Þessa upplifun ætla Vestmannaeyingar að bjóða gestum og gangandi upp á í Eldheimum, safni sem hýsir rúst Gerðisbrautar 10. Hafnfirðingurinn Margrét Kristín Gunnarsdóttir kemur mikið við sögu í tengslum við það verkefni.
„Ég vissi að Vestmannaeyingar voru búnir að grafa upp gosminjar og að þeir þyrftu að ganga frá þeim á þann hátt að almenningur gæti fengið að njóta þeirra,“ segir Margrét Kristín og bætir við: „Ég átti að skila lokaverkefni í arkitektanámi sem ég var í og mér fannst gossagan og það að endurheimta eitthvað sem hefur legið lengi í jörðu mjög heillandi þannig að ég ákvað að hafa samband við Vestmannaeyjabæ og heyra hvaða hugmyndir væru uppi þar á bæ.“
 
Í kjölfarið ákvað Margrét Kristín að hanna Eldheima. Hún átti ekki endilega von á því að námsverkefnið hennar ætti eftir að verða að raunveruleika enda fátítt að slíkt gerist. „Fólkið í Vestmannaeyjum reyndist mér mjög vel á meðan ég var að hanna Eldheima. Ég þurfti að fá allskyns upplýsingar og það var aldrei neitt mál. Ég ákvað því að kynna útkomuna fyrir Vestmannaeyingum þegar ég hafði lokið við það.“

Nánar má lesa viðtalið við Margréti með því að smella
hér
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.