Segja flugvöllinn í Vestmannaeyjum þjóðhagslega óhagkvæman

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs komin út

20.Febrúar'14 | 08:16

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflug er komin út en greininguna vann Vilhjálmur Hilmarsson ásamt Ástu Þorleifsdóttur.
 
 
Úttektin á til að mynda að svara hvaða flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega hagkvæmir/ar og hvaða flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega óhagkvæmir/ar.
 
Samkvæmt skýrslunni eru fjórir flugvellir og flugleiðir þjóðhagslega hagkvæmir/ar.
 
Egilsstaðaflugvöllur og flugleiðin Egilsstaðir – Reykjavík,
Akureyrarflugvöllur og flugleiðin Akureyri – Reykjavík
Ísafjarðarflugvöllur og flugleiðin Ísafjörður – Reykjavík
Bíldudalsflugvöllur og flugleiðin Bíldudalur – Reykjavík
Grímseyjarflugvöllur og flugleiðin Grímsey – Akureyri
Húsavíkurflugvöllur og flugleiðin Húsavík – Reykjavík
 
Tveir flugvellir eru hagkvæmir en eru þó rétt við núllið:
Bíldudalsflugvöllur og flugleiðin Bíldudalur – Reykjavík.
Grímseyjarflugvöllur og flugleiðin Grímsey – Akureyri.
 
Aðrir flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega óhagkvæmir/ar:
Hornafjarðarflugvöllur og flugleiðin Hornafjörður - Reykjavík.
Vestmannaeyjaflugvöllur og flugleiðin Vestmannaeyjar – Reykjavík.
Þórshafnarflugvöllur og flugleiðin Þórshöfn – Akureyri.
Vopnafjarðarflugvöllur og flugleiðin Vopnafjörður – Akureyri.
Gjögurflugvöllur og flugleiðin Gjögur – Reykjavík.
 
Í skýrslunni kemur fram að arðbærasti flugvöllurinn og flugleiðin er Egilsstaðaflugvöllur. Þjóðhagslegur ábati af flugi á þann völl nemur tæpum 52 milljörðum króna á tímabilinu 2013 til 2053. Í skýrslunni er flugið á Vestmannaeyjaflugvöll borið saman við flugið á Egilsstaðaflugvöll. Flugið til Vestmannaeyja er þjóðhagslega óhagkvæmt um rúmlega 2,8 milljarða króna á verðlagi ársins 2013.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.