Bæjarráð mótmælir kostnaðir við samgöngur í Vestmannaeyjum

13.Febrúar'14 | 08:58

Herjólfur

Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælti harðlega á síðasta fundi sínum þeim gríðarlegu hækkunum sem orðið hafa á gjaldskrám á seinustu árum í því er lítur að samgöngum við Vestmannaeyjar.
 
Samgönguyfirvöldum er bent á að kostnaður fimm manna fjölskyldu (hjón, tvö börn á aldrinum 12 til 16 ára og eitt barn yngra en 12 ára) er 130.600 kr þegar flugleiðin er valin og 38.160 kr. þegar valið er að sigla með Herjólfi í Þorlákshöfn (að meðtöldum bíl og klefa) . Sérstaklega er bent á að lunginn af kostnaði við verð flugmiða eru opinber gjöld sem renna beint til ríkisins. Bæjarráð telur fráleitt að slíkar álögur skulu lagðar á íbúa í Vestmannaeyjum þegar þeir þurfa að komast í vegasamband, og oft á tíðum til að komast að lífnauðsynlegri þjónustu sem ríkið hefur lagt af í Vestmannaeyjum.
 
Einnig er sérstaklega bent á að Herjólfur er þjóðvegur til og frá Vestmannaeyjum. Bæjarráð krefst þess að íbúar Vestmannaeyja sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að kostnaði við samgöngur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).