Dæmdur fyrir líkamsárás og að hóta lögreglumönnum

6.Febrúar'14 | 11:53

Lögreglan,

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 460.000 kr. í skaðabætur.
Þá er manninum gert að greiða tæpa milljón í sakarkostnað.
 
Ríkissaksóknari ákærði manninn fyrir brot sem hann framdi 15. júlí 2012 í Vestmannaeyjum. Ákæran er í tveimur liðum.
 
Í þeim fyrri er hann ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa slegið annan mann þungu höggi í andlit fyrir utan veitingastað með þeim afleiðingum að hann féll um blómapott og skall með höfuðið í jörðina. Hlaut maðurinn skurð á höfði, heilablæðingu og mar á heila á aftari hluta vinstri framheila ásamt blæðingu í heilahimnu og mállegt verkstol í munninum.
 
Í seinni ákæruliðnum kemur fram, að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa í kjölfar handtöku vegna árásarinnar hótað tveimur lögreglumönnum, og fjölskyldum þeirra, lífláti á lögreglustöðinni.
 
Ákærði játaði að hafa slegið brotaþola með flötum lófa en hann neitaði sök á grundvelli neyðarvarnar. Héraðsdómur segir að það hafi verið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárás og er því hafnað að verknaðurinn hafi verið refsilaus á grundvelli neyðarvarnar.
 
Þá játaði maðurinn að hafa haft uppi óviðurkvæmilegt orðbragð gagnvart lögreglumönnunum en hann taldi að ekki hefði falist í því hótun um líflát. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hefði hótað þeim lífláti. Þá segir, að ósannað sé að hann hafi dregið ummæli sín til baka gagnvart þeim lögreglumönnum sem hlut áttu að máli og beðið þá afsökunar en hann hafi fyrir dómi viðurkennt að hafa sagt hluti sem hann hefði ekki átt að segja.
 
Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin, m.a. greitt sekt og verið sviptur ökuréttindum. Þá hefur hann gerst brotlegur við ávana- og fíkniefnalöggjöf.
 
Þá viðurkenndi ákærði bótaskyldu sína gagnvart brotaþola en hann taldi kröfu hans of háa.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.