Aumt yfirklór

Ragnar Óskarsson skrifar

3.Febrúar'14 | 14:30

kirkjugerði

Nú á dögunum varð það ljóst að sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa hækkað leikskólagjöld lang umfram það sem almennt er verið að gera í fjölmörgum sveitarfélögum landsins. Þetta gera þeir á sama tíma og verkalýðshreyfingin og samtök atvinnulífsins leggja höfuðáherslu að sveitarfélög haldi álagningu á íbúa sína í lágmarki til þess að liðka fyrir kjarasamningum.
En Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum koma slíkar óskir hrein ekkert við og í stað þess að hlusta á óskirnar og taka mið af þeim eins og fjölmargir opinberir aðilar hafa gert velja þeir í staðinn að stórauka álögur á barnafólk.
 
Eins og venja er þegar sjálfstæðismenn í Eyjum þurfa að verja óvinsælar gerðir sínar reyna þeir alltaf að finna blóraböggla. Nú kenna þeir helst Jórunni Einarsdóttur bæjarfulltrúa Vestmannaeyalistans um hækkunina þótt hún hafi í málflutningi sínum og afstöðu í bæjarstjórn hvergi samþykkt hækkun leikskólagjaldanna, heldur þvert á móti. Þessi aðferð bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna er nú sem og í mörgum öðrum tilvikum aumt yfirklór vegna óvinsælla og ótímabærra aðgerða, í þessu tilfelli hækkana leikskólagjalda.
 
En batnandi mönnum er best að lifa. Mig langar því að skora á bæjarstjórn Vestmannaeyja að falla frá hækkunum leikskólagjaldanna og koma þannig á móts við barnafjölskyldur í Vestmannaeyjum.
 
Ragnar Óskarsson
 
 
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.