Vestmanneyjalistinn undirbýr framboðslista sinn

29.Janúar'14 | 15:32
Vestmannaeyjalistinn hefur nú hafið undirbúning fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Óháðir hafa ákveðið að bjóða fram undir merki V listans við kosningarnar. Uppstillingarnefnd hefur þegar hafið störf en hún hefur það hlutverk að gera tillögur að framboðslista og leggja hann fyrir félagsfund Vestmannaeyjalistans til afgreiðslu.
Þegar hafa fjölmargir lýst yfir áhuga sínum á að taka sæti á listanum og ýmsir hafa lýst yfir áhuga á að starfa með listanum og taka þátt í kosningabaráttunni sem fram undan er. Þetta sýnir að mikill áhugi er fyrir breiðri samstöðu þeirra sem bjóða vilja upp á annan kost en Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna gengur Vestmannaeyjalistinn bjartsýnn til kosningabaráttunnar.
 
Þótt margar ábendingar um frambjóðendur hafi borist til uppstillingarnefndar kunna enn að vera einhverjir bæjarbúar sem áhuga hafa á að starfa með listanum eða taka taka þar sæti. Þess vegna auglýsir uppstillingarnefndin eftir uppástungum bæjarbúa um frambjóðendur. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við eitthvert eftirfarandi:

 Uppstillingarnefnd Vestmannaeyjalistans
Drífa Þöll Arnardóttir sími: 6592012/ 4812012
Lára Skæringsdóttir sími: 8981806/ 4811720
Sólveig Adólfsdóttir sími: 8642816/ 4811816
Ragnar Óskarsson sími: 6946865/ 4811177
 
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%