Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2013

Tuttu og eitt útkall frá neyðarlínunni á Slökkvilið Vestmannaeyja

17.Janúar'14 | 08:08

bruni

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 21 sinnum á árinu 2013 í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. Þó var talsvert mikið tjón þegar eldur var laus að Bröttugötu 29, Heiðarvegi 64, Miðstræti 30 og Boðaslóð 27.Einnig var mikið tjón að Nýjabæjabraut 3 vegna leka af heitu vatni.
Þá heimsóttum við mörg fyrirtæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. Æfingar hjá liðunu voru 23 á árinu.
 
 
 
 
 
 
Félagar Kíwanisklúbbsins Helgafell komu á slökkvistöðina nú fyrir jólin færandi hendi afhentu slökkviliðsstjóra veglega peningagjöf upp í kaup á nýjum bílaklippum sem liðið sárvantaði, en gömlu klippurnar voru löngu úreldar hafa félagasamttök í bænum verið slökkviliðinu góður bakhjarl við endurnýjun á ýmsum búnaði í gegnum árin og eiga þessi félög miklar þakkir skildar.
 
Þá var einnig mikið um að vera hjá okkur í liðinu vegan aldar afmælis slökkviliðsins. Við tókum að okkur að gera upp elsta slökkvibílinn sem er Cervolet International árgerð 1929 það komu margir hagleiksmenn hér í Eyjum að því verki, og tókst það vel. Og á goslokunum var bæjarbúum boðið á slökkvistöðina þar var búið að koma upp sýningu úr starfi slökkviliðsins og slökkviliðsmenn voru með veitingar fyrir bæjarbúa. Síðan var allur bílaflotann sýndur og farið í akstur um bæinn með elsta slökkvibílinn í forystu.
 

Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá olíufélugum með bensínfarm losa hér í Eyjum og var það í 12 skipti á árinu.Við hjá eldvarnaeftirlitinu sjáum einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 43 á árinu, einnig voru gerðar 7 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar.
 
 
Eins og undanfarin ár tók Slökkvilið Vestmannaeyja þátt í eldvarnaviku Landssambands slökkviliðsmanna í byrjun desember. Það heimsóttu okkur tæplega 50 grunnskólabörn og kennarar á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól,þá voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
 
Mikið var af heimsóknum á slökkvistöðin á árinu bæði komu gestir af fastalandin og einnig heimafólk til að skoða okkar búnað og kynnast okkar starfi.
 
 
 
 
Vestmannaeyjar 08. Jan 2014.
 
Ragnar Þór Baldvinsson Slökkviliðsstjóri.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.