Hefjum málefnalega umræðu

Ragnar Óskarsson skrifar

17.Janúar'14 | 08:10

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Að undanförnu hefur farið fram nokkur umræða um sorpeyðingu hér í Vestmannaeyjum. Umræðan er reyndar ekki ný af nálinni því hún hefur alltaf skotið upp kollinum annað kastið allt frá því að við losuðum okkur við allt sorp vestur af Hamrinum, frá því að fyrsta sorpbrennslan var byggð austast á Eldfellshrauninu, frá því að sorp var urðað var í rótum Helgafells og Eldfells, þar til sú sorpbrennsla sem tiltölulega nýlega var lögð af tók til starfa. Öll umræðan var meira og minna byggð á kröfunum um betri umgengni við náttúruna, hreinlæti og auknar mengunarvarnir íbúum hér í Eyjum til hagsbóta.
Lokun sorpbrennslunnar fyrir skemmstu var í raun einn þáttur í þróun þar sem fólk almennt gerir nú sífellt auknar kröfur um hreint umhverfi og minni mengun og bætta lýðheilsu. Þegar sorpbrennslunni var hætt voru ástæðurnar m.a. þessar:
 
1. Sorpbrennslan uppfyllti ekki skilyrði um mengunarvarnir. Það hafði hún ekki gert í mörg ár.
2. Sorpbrennslan olli íbúum stórs hluta bæjarins miklum óþægindum og hafði áhrif á heilsufar þeirra til hins verra.
3. Tilraunir til að draga úr mengun frá sorpbrennslunni báru ekki tilætlaðan árangur þrátt fyrir góðan vilja til þess. Því var hún í raun rekin á undanþágu.
 
Af þessum ástæðum var um tvennt að ræða fyrir Vestmannaeyjabæ. Annars vegar að byggja nýja og fullkomna sorpeyðingarstöð með ærnum tilkostnaði eða að flytja sorp burt frá Eyjum, einnig með ærnum tilkostnaði. Bæjarstjórn valdi seinni kostinn. Auðvitað má síðan um það deila hvort sá kostur var skynsamlegri en sá fyrri. Þannig lá dæmið einfaldlega fyrir.
 
Ljóst er að sorpeyðing er og verður áfram afar kostnaðarsöm og þess vegna er eðlilegt að fundin verði lausn á þeim málum. Ef til vill felast mörg tækifæri í því að reisa nýja sorpeyðingarstöð, ekki síst ef hún byggist öðrum þræði á því að framleiða orku til húshitunar hér í Eyjum jafnframt því að eyða sorpi.
Um þessa þætti þarf nauðsynlega að fara fram málefnaleg umræða svo að unnt verði að taka skynsamlegar ákvarðanir. Upphrópanir og gífuryrði ganga hér ekki og færa okkur ekki nær góðu markmiði. Hefjum því þessa málefnalegu umræðu og látum hana stjórna því hvernig við finnum lausn á sorpeyðingarmálum okkar Vestmannaeyinga í sátt við bæjarbúa, umhverfi og náttúru.
 
Ragnar Óskarsson
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).