Forkaupsréttur á kvóta fyrir dóm innan skamms

13.Janúar'14 | 08:17

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka afstöðu til kröfu bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að fá að njóta forkaupsréttar á útgerðarfélaginu Bergur-Hugin á næstu vikum. Rúmt er síðan bæjarstjórn vísaði málinu til dómstóla. Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV.
 
Fyrrverandi eigandi útgerðarfélagsins ákvað ða selja það til Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað en bæjarstjórn Vestmannaeyja var ósátt við viðskiptin og taldi bæjarfélagið eiga að njóta forkaupsréttar og vísaði til laga um stjórn fiskveiða.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bærinn hafi einnig sent erindi til Samkeppniseftirlitsins. Þar var beðið um álit á því hvort Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar teldust vera tengdir aðilar. Svo hafi ekki verið að mati eftirlitsins. Var erindið sent inn vegna ákvæða um hámark útgerðarfélaga í aflaheimildum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%