Forkaupsréttur á kvóta fyrir dóm innan skamms

13.Janúar'14 | 08:17

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka afstöðu til kröfu bæjarstjórnar Vestmannaeyja um að fá að njóta forkaupsréttar á útgerðarfélaginu Bergur-Hugin á næstu vikum. Rúmt er síðan bæjarstjórn vísaði málinu til dómstóla. Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV.
 
Fyrrverandi eigandi útgerðarfélagsins ákvað ða selja það til Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað en bæjarstjórn Vestmannaeyja var ósátt við viðskiptin og taldi bæjarfélagið eiga að njóta forkaupsréttar og vísaði til laga um stjórn fiskveiða.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bærinn hafi einnig sent erindi til Samkeppniseftirlitsins. Þar var beðið um álit á því hvort Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar teldust vera tengdir aðilar. Svo hafi ekki verið að mati eftirlitsins. Var erindið sent inn vegna ákvæða um hámark útgerðarfélaga í aflaheimildum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.