Sigurgeir afhentir Vestmannaeyjabæ ljósmyndasafn sitt

6.Janúar'14 | 07:59

sigurgeir Ljósmyndari

Vestmannaeyjabær eignaðist í gær á fjórðu milljón ljósmynda, þegar Sigurgeir Jónasson ljósmyndari afhenti bænum ævistarf sitt til varðveislu. Ljósmyndasafnið er afrakstur meira en 60 ára starfs.
Eitt stærsta ljósmyndasafn landsins
Forstöðumaður Ljósmyndasafns Vestmannaeyja segir að safn Sigurgeirs sé að öllum líkindum þriðja stærsta ljósmyndasafn landsins. Það sé stærsta safn sem einkaljósmyndari á Íslandi hafi afhent safni til varðveislu. Safn Sigurgeirs er fjölbreytt. Það geymir sögu atvinnu, mannlífs og náttúruafla. Meðal þekktustu verka hans eru myndir frá Surtseyjargosinu 1963 og Heimaeyjargosinu 1973.
 
Mikilvægi skrásetningar gosmynda
Sigurgeir segir að í Surtseyjargosinu hafi Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur kennt sér mikilvægi þess að dagsetja myndir og skrá niður ýmsar upplýsingar í tengslum við þær, eins og fjarlægð frá gosinu og veðurfar. Undanfarin ár hefur verið unnið að flokkun mynda Sigurgeirs, hann kveðst verða Ljósmyndasafni Vestmannaeyja innan handar varðandi áframhaldandi flokkun og skráningu safns síns á tölvutækt form.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is