Hjálmar Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV

30.Desember'13 | 08:26

fótbolti

Hjálmar Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV og tekur hann til starfa um áramótin.
Hjálmar er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og lauk B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á vörustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hjálmar útskrifaðist með M.Sc. í fjármálum frá University of Stirling í Bretlandi og hefur einnig lokið löggildingu í verðbréfamiðlun frá HR.
 
Frá árinu 2012 starfaði Hjálmar hjá Arion banka sem sérfræðingur í innri endurskoðun. Á árunum 2006 – 2012 starfaði hann sem þjónusturáðgjafi hjá bankanum ásamt því að vera verðbréfa- og lífeyristengill.
 
Knattspyrnudeild ÍBV væntir mikils af störfum Hjálmars á komandi misserum og bíður hann velkominn til starfa fyrir félagið.
 
Val Smára Heimissyni eru þökkuð vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild ÍBV á undanförnum 2 árum og óskum við honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
 
Áfram ÍBV!
 
Óskar Örn Ólafsson
formaður knattspyrnudeildar ÍBV

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is