Drífandi stéttarfélag skrifaði ekki undir kjarasamningana í gær

22.Desember'13 | 09:57

Þorskur fiskur

Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum skrifaði ekki undir kjarasamningana í gærkvöldi af ótal ástæðum. Að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu er það meðal annars vegna þess að launahækkanir skiptast afar óréttlátt niður.
Þeir sem hafa lægst laun fá fæstar krónur en þeir sem mest hafa fyrir fá mestu hækkanirnar. Þeir sem eru með lægstu launin fái ekki neinar skattalækkanir en þeir sem séu með mestu launin fá mestu skattalækkanirnar.
 
Í samningunum er ekki tekið á getu útflutningsgreinanna til að greiða starfsfólki sínu min meir launahækkun en samningurinn innifelur, reyndar séu svo litlar hækkanir að gert sé grín að.
 
Samningur þessi og samkomulagið við ríkisstjórnina geri ekkert annað en auka enn misskiptinguna í þjóðfélaginu. Hinir efnameiri verða enn efnameiri, eignir munu safnast á fárra hendur og láglaunafólk er skilið eftir með örfáar krónur.
 
Samningurinn feli einnig í sér ákvæði um að þær starfgreinar sem eftir á að semja um taki sömu smánarkjörum og bindur þær í klafa lágra launa. Telur Drífandi stéttarfélag sig algjörlega óbundið af því ákvæði.
 
Drífandi þakkar félögunum sínum innan Starfsgreinasambandsins fyrir samvinnuna og vinnuna í aðdraganda samninganna. En því miður sé niðurstaðan úr þeirri vinnu óásættanleg fyrir launafólk á Íslandi og því ekki hægt að skrifa undir samninginn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.