Abel semur á ný við ÍBV

20.Desember'13 | 11:26

Abel

Eyjamenn hafa fengið úganska landsliðsmarkvörðinn Abel Dhaira aftur til liðs við sig en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.
 
Abel er Eyjamönnum að góðu kunnur, enda lék hann með ÍBV keppnistímabilin 2011 og 2012 við góðan orðstír áður en hann gekk til liðs við Simba SC í Tanzaníu.
 
Abel, sem er 26 ára, hefur leikið 14 A landsleiki fyrir Úganda og 37 leiki fyrir ÍBV.
 
,,Abel er gríðarlega sterkur í loftinu og sýndi oft og tíðum frábær tilþrif með ÍBV þann tíma sem hann lék með liðinu. Abel er væntanlegur til Vestmannaeyja fljótlega á nýju ári og mun því taka þátt í undirbúningstímabilinu af fullum krafti," segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.
 
Fyrir í markinu hjá ÍBV er Guðjón Orri Sigurjónsson. Á síðasta keppnistímabili stóð Guðjón Orri á milli stanganna í 7 leikjum í deildar- og bikarkeppni í fjarveru David James og stóð sig gríðarlega vel.
 
Guðjón Orri, sem er 21 árs, samdi við ÍBV til ársins 2015 fyrr á þessu ári. Þá er markmaðurinn Halldór Páll Geirsson sem er 19 ára, einnig í ÍBV.
 
,,Ljóst er að samkeppnin um markvarðarstöðuna hjá ÍBV verður hörð fyrir næsta keppnistímabil," segir einnig í tilkynningu frá Eyjamönnum.
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.