Stýrihópur um stofnun menningarhúss

19.Desember'13 | 12:02

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarráð ákvað á fundi sínum í gær að setja á laggirnar þriggja manna stýrihóp um stofnun menningarhúss í Vestmannaeyjum. Í hópnum sitji: Birkir Högnason, Andri Hugo Runólfsson og Hildur Jóhannsdóttir.
 
 
Hópurinn skal vera Vestmannaeyjabæ innan handa í því ferli að þróa starfsemina í gamla félagsheimilinu við Heiðarveg yfir í menningarhús. Fyrir liggur að húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað á seinustu mánuðum. Auk þess sem aðgengi fyrir fatlaða og þá sem erfitt eiga með gang hefur verið stórbætt hefur húsið fengið miklar endurbætur. Þar undir fellur meðal annars að skipt hefur verið um öll gólfefni, veggir málaðir, loftefni endurnýjuð, veggir hafa verið teknir niður til að stækka þjónusturými, ný loftræsting sett í allt húsið, raflagnir veriðendurnýjaðar, pípulagnir hafa verið endurnýjaðar, brunavarnir stórbættar og áfram má telja. Í húsinu hafa skapast gríðarmikil tækifæri tengdum hverskonar sviðslistum. Áfram er húsið hinsvegar félagsheimili í huga bæjarbúa og því mikilvægt að hefja markvisst ferli sem felur í sér nýja notkun á húsinu undir menningar og listir.
 
Undir starf hópsins fellur eftirfarandi:
Að móta hugmyndir um nýja og betri nýtingu húsnæðisins undir sviðslistir og annað heppilegt menningarlíf.
Taka afstöðu til nafngiftar fyrir húsið sem og logo og annað viðeigandi. Til greina kemur að standa fyrir hugmyndasamkeppni fyrir nafn og logo.
Þróa verkferla við útleigu á sal.
Þróa verkferla í því sem snýr að samskiptum við LV.
Vinna að formlegri opnun hússins og vígslu þess sem menningarhúss.
Annað sem við á.
 
Seta í hópnum er ólaunuð en verði viðkomandi fyrir útlögðum kostnaði mun Vestmannaeyjabær af sjálfsögðu greiða fyrir slíkt.
 
Hópurinn vinnur beint undir bæjarráði og er því til ráðgjafar hvað ofangreinda þætti varðar. Tillögum og útfærslum ber að skila til bæjarráðs og eru allar framkvæmdir og ákvarðanir háðar samþykki ráðsins.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is