Íþróttafálagið Ægir 25 ára í dag

12.Desember'13 | 12:38

Íþróttafélagið Ægir

Í dag fagnar Íþróttafélagið Ægir 25 ára afmæli sínu en félagið var stofnað á þessum degi árið 1988 en félagið hefur frá stofnun staðið fyrir íþróttaiðkun fyrir fatlaða einstaklinga í eyjum.
Í dag félagið bæði með boccia og sundæfingar og hafa félagsmenn Ægis náð góðum árangri í þessum íþróttagreinum. M.a. er Gunnar Karl Haraldsson í landsliði Íslands í Boccia og keppti Norðurlandamóti fatlaðra í boccia á Íslandi á síðasta ári.

Í tilefni af afmæli Ægis stendur Sigurjón Lýðsson ásamt nokkrum bakhjörlum fyrir styrktarkvöldi Ægis svipuðu því sem hann stóð fyrir í Höllinni fyrir fimm árum síðan. Í ár verður boðið upp á tónlistaratriði og uppboð bæði á málverkum og íþróttatreyjum frá fremstu íþróttamönnum þjóðarinnar. Íþróttamenn eins og Gylfi Sigurðsson, Guðjón Valur, Alfreð Finnbogason, Alexander Peterson, Kári Kristján, Gunnar Heiðar og A landslið Íslands karla og kvenna í fótbolta og margir fleiri hafa lagt félaginu lið með því að gefa treyjur í uppboðið.

Styrktarkvöldið verður haldið í Höllinni 30.desember næstkomandi og munum við fjalla nánar um það þegar nær dregur.  Hægt er að fylgjast með framgangi mála á facebook síðu styrktarkvöldsins með því að smella hér
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is