Tölvun tekur þátt í söfnun á fartölvum fyrir Zambíu

27.Nóvember'13 | 14:47
Hafin er söfnun á notuðum fartölvum fyrir hjálparstarf í Zambíu. Söfnunin stendur til 15. desember. Verkefnið kemur í kjölfar átaks Öldu Sigmundsdóttur sem fékk gríðarlega góð viðbrögð þegar hún leitaðist við að finna notaða tölvu fyrir Franciscu Mwansa, starfsstúlku í Bónus. Fjölmargir buðu fram notaðar tölvur og hafa þær orðið upphafið að þessari landssöfnun. Tölvulistinn mun taka á móti tölvugjöfum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík og Selfossi. Tölvun í Vestmannaeyjum mun taka á móti tölvum þar.
Fartölvurnar verða gefnar til skóla og heilbrigðisstofnana í heimahéraði Fransiscu í Zambíu í samráði við trausta aðila þar í landi. Verkefnið er unnið með stuðningi Zambíska sendiherrans í Svíðþjóð, Edith Mutale og mun fulltrú frá sendiráðinu koma hingað til lands að söfnun lokinni til að fylgja verkefninu eftir. Sendiráðið í Svíðþjóð mun aðstoða við að koma fartölvunum til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda.
 
Að kunna á tölvu gefur fólki í Zambíu mikið forskot, enda tölvuvæðing hafin þar eins og annars staðar. Ein fartölva sem legið hefur ónotuð uppi í skáp á íslensku heimili getur gjörbreytt lífi margra í Zambíu. Samkvæmt góðgerðarsamtökunum Computers 4 Africa sem vinna að tölvuvæðingu í Afríku getur ein tölva haft áhrif á líf allt að tuttugu og fjögurra einstaklinga.
 
Tölvulistinn hefur góðfúslega boðist til þess að vera miðstöð söfnunarinnar, og jafnframt til þess að yfirfara þær tölvur sem berast þannig að þær verði í topp standi. Allt að átta ára gamlar tölvur geta nýst mjög vel í fjölbreytt verkefni í Zambíu. Tölvun í Vestmannaeyjum mun taka á móti þeim tölvum sem þar safnast. Þetta verk er unnið í sjálfboðavinnu af starfsmönnum Tölvulistans og Tölvunar.
 
DHL Express hefur boðist til þess að senda tölvurnar til Zambíu að kostnaðarlausu, og til þess að aðstoða með tollamál gerist þess þörf. Dínamít, grafísk smiðja hefur gefið hönnun á merki og auglýsingu fyrir söfnunina. Umsjón með verkefninu hafa Gunnar Jónsson og Ásgerður Jóhannsdóttir í samvinnu við Öldu Sigmundsdóttur og Franciscu Mwansa.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).