Tveir fulltrúar V-lista töldu eðlilegra að styrkja æskulýðs- og forvarnarstarf frekar en að lækka útsvar

Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna telja bæjarbúa best til þess fallna að velja sjálfir hvernig þeir fara með tekjur sínar.

25.Nóvember'13 | 08:53

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði þann 21.nóvember síðastliðinn og var þar samþykkt við seinni umræðu fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014.
Eins og fram kom hjá okkur  í fréttum á föstudaginn var samþykkt á fundinum að lækka útsvarið um 0,5% en hingað til hefur útvarið verið í hæstu mögulegu útvarsprósentu.

Við afgreiðslu málsins lögðu  tveir fulltrúar V-listans lögðu eftirfarandi bókun fram:
 
Vegna útsvarslækkunar er vert að nefna að við teljum að eðlilegra hefði verið að efla þjónustu. Hægt væri að auka og styrkja æskulýðs- og forvarnarstarf. Auka niðurgreiðslur vegna dagforeldra, lækka matarkostnað í leik- og grunnskólum og byggja upp trausta þjónustu aldraðra og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt.
Jórunn Einarsdóttir (sign), Sigurlaug Böðvarsdóttir (sign)
 
 
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun.
 
Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna telja bæjarbúa best til þess fallna að velja sjálfir hvernig þeir fara með tekjur sínar. Þess vegna vilja þeir ætíð leita leiða til að sinna rekstri sveitarfélagsins með það í huga að sem minnst þurfi að seilast í vasa bæjarbúa. Meirihluti Sjálfstæðismanna fagnar því sérstaklega að núna eftir 8 ára stjórn Sjálfstæðismanna skuli Vestmannaeyjabær geta tekið lægra hlutfall af tekjum bæjarbúa.
 
Ástæða er til að minna á að fyrsta verk núverandi meirihluta þegar hann tók við rekstri bæjarins fyrir um 8 árum var að taka lán til að greiða laun. Þá var sveitarfélagið eitt hið skuldsettasta á landinu. Þjónusta var þá mun lakari en nú, íbúum fækkaði ár eftir ár, svigrúm til framkvæmda var lítið og vart hægt að sinna viðhaldi á eignum. Núna í lok kjörtímabils er Vestmannaeyjabær ekki bara nánast skuldlaus heldur mælast íbúar í Vestmannaeyjum meðal þeirrra ánægðustu á landinu öllu þegar spurt er út í þjónustu sveitarfélagsins. Þjónustan er því góð og íbúum fjölgar ár eftir ár. Það er því sérstök ánægja að rekstur Vestmannaeyjabæjar sé nú orðinn það góður að hægt er að taka lægra hlutfall af sértekjum bæjarbúa án þess að það bitni á þjónustu eða rekstri.
 
 
 
Elliði Vignisson (sign), Gunnlaugur Grettisson (sign), Páley Borgþórsdóttir (sign), Páll Marvin Jónsson (sign)
 
Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2014 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is