Heimir tekur við íslenska landsliðinu árið 2016

25.Nóvember'13 | 14:19

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson mun taka einn við sem landsliðsþjálfari Íslands eftir EM 2016. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nú rétt í þessu.
 
 
,,Við höfum farið yfir þessi mál í stjórn knattspyrnusambandsins og horfum lengra fram á veginn en við gerum áður. Við höfum ákveðið að þeir þjálfi saman A-landslið karla í næstu undankeppni. Þeir munu jöfnum höndum þjálfa liðið," sagði Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
 
,,Enn fremur höfum við samið við Heimi um að hann taki við liðinu stýri því í undankeppni HM 2018."
 
Heimir, sem er 46 ára, var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback í undankeppni HM 2014 og þeir félagar munu stýra liðinu saman í undankeppni HM 2016.
 
Lars ætlar líklega að hætta í þjálfun eftir EM 2016 og þá mun Heimir taka við liðinu.
 
Heimir þjálfaði ÍBV áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari landsliðsins fyrir ári síðan.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.