Vestmannaeyingar lækka útsvar

Útsvar lækkar úr 14.48% niður í 13.98%

22.Nóvember'13 | 08:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar telja að bæjarbúar eigi að njóta bættrar rekstrarstöðu með auknum ráðstöfunartekjum.
Í nýsamþykktri fjárhagsætlun Vestmananeyjabæjar fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta lækki úr hámarki, sem er 14,48%, niður í 13,98%.
 
Heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 4.092 milljónir króna og heildarrekstrargjöld 4.050 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði rúmar 82 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 518 milljónir og gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 478 milljónir.
 
Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir A-hluta sveitarsjóðs verði komnar niður í 230 m.kr í árslok ársins 2014 og vaxtaberandi skuldir samstæðunar verði komnar niður í 593 m.kr. Áætlaðar afborganir af langtímalánum hjá sveitasjóð á árinu 2014 eru 25 m.kr. og tæpar 53 m.kr. hjá samstæðunni. Nú í lok árs 2013 er staðan sú að lán hafa verið greidd niður fyrir 3,4 milljarða frá árinu 2006 og miðað við fasta greiðsluáætlun verður Vestmannaeyjabær skuldlaus innan 4 ára.
 
Á seinustu árum hefur allt kapp verið lagt á að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar. Í viðbót við niðurgreiðslu skulda hefur verið hagrætt í öllum rekstri og þjónustueiningar gerðar hagkvæmari. Þannig hefur tekist að auka þjónustu en skapa um leið svigrúm til lækkunar útsvars.
 
Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir að það sé skoðun stjórnenda Vestmannaeyjabæjar að nú þegar rekstur Vestmannaeyjabæjar þolir að lægra hlutfall sé tekið af launum bæjarbúa þá eigi þeir að njóta þess með auknum ráðstöfunartekjum frekar en að rekstur sveitarfélagsins sé þanin út. Fólk sé enda sjálft best til þess fallið að meta hvernig það ver sínum eigin fjármunum.

Tekið af vb.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.