Alvarlega staða heilbrigðismála

Inga R. Guðgeirsdóttir skrifar

6.Nóvember'13 | 09:47
Ofboðslega getur manni sárnað þegar umræða um heilbrigðismál og fleiri aðkallandi málefni fara á það plan að það sé eins og tvær þjóðir búi í landinu.
Höfuðborgarsvæðið á móti landsbyggðinni eða öfugt.
Ég bý í Vestmannaeyjum og hef búið hér alla mína ævi. Ég er haldin sjúkdómi sem getur ógnað mínu lífi hvenær sem er . Á morgun eða eftir ár. Ég veit það ekki.
En ég veit það að ef og þegar það gerist , þarf ég að stóla á að veður sé gott svo það sé flugveður, eða að það sé fært í Landeyjarhöfn, ég myndi ekki getað lagt á mig sjóferð til Þorlákshafnar.
Hér í eyjum verður enginn skurðlæknir og svæfingarlæknir er búin að fá uppsagnarbréf og allavega tveir læknar að hætta.
 
Til að byggð haldist þá þarf að vera til staðar grunnþjónusta og er þá alveg sama hvar á landinu það er.
Enginn vill búa við óöryggi sem getur ógnað mannslífi.
 
Það hefur ekki farið framhjá neinum staðan á Landspítalanum. Konur sem fæða þar þurfa að deila herbergi með fleirum og næði er lítið. Hef meira að segja heimildir fyrir því að eiginmaður einnar sem fæddi þar þurfti sjálfur að fara og kaupa panodil handa konunni því það var ekki til á spítalanum.
Hvers vegna má þá ekki færa fæðingar hingað til eyja og nýta þetta flotta sjúkrahús sem við eigum.
Ef það gæti hjálpað til að standa undir sér . Ég þekki það ekki.
 
Hér myndu mæður fá góða þjónustu og hér í eyjum er fullt af gistiheimilum og hótelum sem gæti tekið við fjöldanum. Þó ekki væri nema að létt álagið af Landspítalanum.
Hvers vegna ekki að leita annarra leiða.
 
Það er jú jafnlangt til Rvk frá eyjum og frá Rvk til eyja.
Ég set þetta bara upp sem pælingu , er ekki að blanda stjórnmálum í þessar pælingar því undanfarin 10 ár hafa verið nákvæmlega eins, sama hver þar er við stjórn.
 
Mér finnst mér ógnað með þessu óöryggi og er þetta bara mín skoðun.
Inga Guðgeirsdóttir
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is