Þyrla á leiðinni að ná í áhöfnina

30.Október'13 | 14:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að farskipinu Fernando sem er um átján sjómílur, tæpum 30 kílómetrum, suður af Vestmannaeyjum. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins og þegar áhöfnin náði ekki að ráða niðurlögum hans hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.
Ellefu menn eru í áhöfn skipsins og komast þeir allir fyrir um borð í þyrlunni, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunarskipið Þór er á leiðinni frá Vestmannaeyjum auk hafnsögubátsins Lóðsans, en um borð í honum er slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn og búnaður til reykköfunar.
 
Að sögn Landhelgisgæslunnar er ekki vitað til þess að nokkur í áhöfninni hafi slasast. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, segir að, búast megi við eins og hálfs klukkustundar siglingu. Búið er að kalla á skip í nágrenninu. Áhersla er lögð á að koma mönnum frá borði. Slæmt veður er á svæðinu og haugasjór. Mestu hviðurnar hafa farið upp í 34 metra við Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is