Surtsey verður til um þúsundir ára

30.Október'13 | 08:59
Þó að Surtsey sé að minnka vegna sjávarrofs benda rannsóknir ekki til þess að eyjan muni hverfa í náinni framtíð. Þvert á móti er líklegt að eyjan muni standa um langan aldur, jafnvel árþúsundir.
 
 
Sveinn P. Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur á morgun erindi um Surtsey.
 
Um miðjan nóvember verða liðin 50 ár frá upphafi Surtseyjargossins, en það leiddi til þess að ný eyja myndaðist við landið. Í gosinu mynduðust ennfremur tvær litlar gjóskueyjar, Syrtlingur og Jólnir, sem fljótlega brotnuðu niður. Vangaveltur hafa verið um hver komi til með að verða örlög Surtseyjar, en eyjan hefur minnkað mikið frá því að gosinu lauk. Við goslok var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar. Í fyrra var flatarmálið 1,31 ferkílómetri.
 
Guðmundur Guðmundsson, eðlisfræðingur, hefur gert reiknilíkan sem spáir fyrir um breytingar á flatarmálinu fram í tímann. „Um 2120, þ.e. eftir um 90 ár, verður eyjan nálægt 0,4 ferkílómetrar, og þá er komið að móbergskjarnanum. Samanburður við aðrar úteyjar Vestmannaeyja gefa til kynna að móbergskjarninn muni standa um langan aldur, jafnvel árþúsundir,“ segir í kynningu á erindi Sveins.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.