Ég verð bara að pína mig áfram

segir Kjartan á Múla

29.Október'13 | 11:11
Sjómaðurinn Kjartan Þór Kjartansson (Kjartan á Múla) skorar á fólk til þess að styrkja góðan málstað og hvetja aðra til þess að láta gott af sér leiða. Við birtum frétt um þetta framtak hans sem kallast „Áskorun Múlans“. Við heyrðum aðeins í Kjartani til þess að heyra hvernig gengur að leysa áskoranirnar.
 
„Eftir fyrstu ákorunina (Esjuna) fór ég á sjóinn, laugardaginn kl. 17:00 og beint í bullandi fiskerí. Eftir 3 daga á sjó var landað um 300 körum. Þá var ákveðið að fara beint út aftur og ég varð því að fresta Áskorun nr. 2 (Stórhöfðahlaupið) um viku. En þrátt fyrir þreytu og ekki mikla nennu þá dreif ég mig út að hlaupa og í ræktina. Ég verð bara að pína mig áfram ef ég ætla að ná markmiðum mínum“ segir Kjartan um hvernig gangi að ná markmiðum sínum.
 
 
„24.október var svo komið að Áskorun nr. 2 og þrátt fyrir suðvestan 18 metra, mættu Daddi Mar, Íris Sæmunds og Óskar Óla uppá Stórhöfða. Hlaupið var Eyjuna endilanga niður á Eiði (ca. 7 km.) og var tíminn 37 mín. Þá var ákveðið að taka smá Auka – Áskorun og hlaupa uppá Heimaklett og var heildartíminn 1,07 mín. Ég er bara frekar sáttur eftir erfiðan og skemmtilegan dag með frábæru fólki“ segir Kjartan sem er langt frá því að vera hættur. Hann stefnir meðal annars á að hlaupa heilt maraþon á næsta ári.
 
„Næsta Áskorun er að keppa við Mjölnis-Víkinga en þangað til er það sjómennskan“ segir Kjartan að lokum.
 
Fylgist með á “Áskorun Múlans” á Facebook og svo er hægt er að hringja eða senda SMS í:
 
908-5005=500kr
908-5010=1000kr
908-5020=2000kr
 
Allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Landsbjargar
 
tekið af bleikt.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is