Við fengum hann aldrei til baka

Beið þess aldrei bætur að hafa verið misnotaður af Ómari Traustasyni í æsku

28.Október'13 | 10:46
„Við fengum hann aldrei til baka,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir Arons Arnórssonar, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum þann 11. október síðastliðinn aðeins 32 ára að aldri. Aron var einn þeirra fjögurra drengja sem Ómar Traustason var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að misnota kynferðislega árið 1993.
Aron var aðeins tíu ára þegar Ómar braut gegn honum í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og hann beið þess aldrei bætur að sögn aðstandenda. Hann þróaði með sér geðsjúkdóm á árunum sem fylgdu í kjölfarið á misnotkuninni og festist í viðjum vímuefnafíknar. Líf Arons var mikil þrautaganga þar sem hann glímdi við afleiðingar þess ofbeldis sem hann varð fyrir.
 
Ómar Traustason var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum fyrir sérlega gróf kynferðisbrot gegn unglingspilti árið 2011, sem var þá 14–15 ára og átti húsaskjól hjá Ómari. Í dómnum kom meðal annars fram að drengurinn hefði verið vistaður á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans eftir langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu Ómars.
 
Það vakti mikla athygli þegar Hæstiréttur Íslands ákvað að snúa við dómi héraðsdóms og sýkna Ómar á fimmtudaginn. Fimm dómarar dæmdu í málinu fyrir Hæstarétti, en aðeins einn þeirra, Ingibjörg Benediktsdóttir, vildi staðfesta dóm héraðsdóms. Í sérákvæði sínu mat hún framburð piltsins trúverðugan, greinargóðan og skýran. Engan misbrest hafi verið að finna í honum. Héraðsdómur hafi metið það á sömu leið og vitnisburður sálfræðings einnig. En meirihluti Hæstaréttar var á öðru máli en Ingibjörg og héraðsdómur. Ómar var því sýknaður og er laus allra mála.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.