Gunnari Má gefið leyfi að ræða við Fjölnismenn

17.Október'13 | 14:00
Gunnar Már Guðmundsson, stundum kallaður herra Fjölnir, gæti verið á leið heim í Grafarvoginn, að því fram kemur á fótbolti.net, en ÍBV hefur gefið nýliðunum leyfi til að ræða við leikmanninn.
Gunnar Már á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV en hann kom til Eyjamanna fyrir tímabilið 2012 frá FH.
 
Hann er uppalinn Fjölnismaður og fór með liðinu upp úr öllum deildum og fylgdi því fyrstu tvö árin í efstu deild 2008 og 2009. Þegar liðið féll fór hann til FH og þaðan til Þórs á láni áður en hann fór til Eyja.
 
Gunnar, sem er miðjumaður að upplagi, var notaður í fremstu víglínu ÍBV í sumar og skoraði þar fimm mörk í 21 leik.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is