Niðurrif Sigurðar VE hafið

Myndaalbúm fylgir fréttinni

16.Október'13 | 08:52
Hafist var handa við niðurrif á aflaskipinu Sigurði VE 15 á athafnasvæði fyrirtækisins Smedegaarden við höfnina í Esbjerg í Danmörku. Eyjar.net fékk myndir sendar frá niðurrifi skipsins og var það Gestur Leó Gíslason sem tók þær í gær.
Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Í dag gerir Ísfélagið Sigurð út.
 
Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri heldur Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE 15.
 
Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en togarar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skipstjóri á Sigurði er hann kom til landsins var Pétur Jóhannsson en hann var það einungis fáa túra, því skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð.

Hægt er að skoða nánar myndir af niðurrifi Sigurðar VE hér
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.