Bæjarbúum boðið í skúðgöngu gegn einelti

15.Október'13 | 09:28
Nú stendur yfir vinavika í Grunnskóla Vestmannaeyja og liður í henni er Olweusardagur sem verður á morgun, miðvikudag. Þá ætlum við að leggja áherslu á sáttmála gegn einelti í Vestmannaeyjum sem kynntur var fyrir ári síðan. Skólinn er ekki eyland og höfum við lagt vinnu í að fá samfélagið í lið með okkur í að taka afstöðu gegn einelti á ábyrgan hátt.
Í þeim anda er bæjarbúum boðið að koma með okkur í skrúðgöngu.
 
Klukkan 10:30 verður lagt af stað frá Hamarsskóla, gengið verður að Barnaskólanum þar sem fleiri nemendur koma inn í gönguna. Við förum niður Skólaveginn og framhjá Ráðhúsinu, svo smá rúnt um miðbæinn og endum á Stakkó.
 
Þaðan fara nemendur í fyrirtæki og stofnanir í bænum og skilja eftir verkefni og kynna sáttmálann.
 
Það væri frábært ef þeir sem eiga heimangengt sláist í för og sýni samstöðu með okkur í afstöðunni gegn einelti.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.