Eyjamenn greiða 2.300 milljónir umfram aðra í sérstakt veiðigjald

Bæjaráð Vestmannaeyja hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi

7.Október'13 | 08:21
Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi og tekjum af orkuauðlindum.
 
"Það er fólkið sem veiðir, vinnur og selur fiskinn sem býr til verðmætin. Það er þetta fólk sem á heimtingu á því að njóta sérstaks veiðileyfagjalds, ef það er lagt á," segir bæjarráðið.
Skiptar skoðanir eru í bæjarráði og í bæjarstjórn á ágæti veiðileyfagjalds segir í ályktuninni. "Eftir sem áður eru allir fulltrúar sammála um að ef leggja á sértækan skatt á landsbyggðina þá eigi sá skattur fyrst og fremst að renna til samfélaganna þar."
 
Bæjarráðið kveður núverandi ríkisstjórn hafa hækkað veiðileyfagjald á atvinnulíf í Eyjum.
 
"Búast má við því að í ár renni um 2.300 milljónir frá Vestmannaeyjum bara vegna þessa sérstaka gjalds sem Eyjamenn greiða umfram aðra."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is