Eyjamenn greiða 2.300 milljónir umfram aðra í sérstakt veiðigjald

Bæjaráð Vestmannaeyja hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi

7.Október'13 | 08:21
Bæjarráð Vestmannaeyja hvetur þingmenn Suðurlands til að styðja þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðileyfagjaldi og tekjum af orkuauðlindum.
 
"Það er fólkið sem veiðir, vinnur og selur fiskinn sem býr til verðmætin. Það er þetta fólk sem á heimtingu á því að njóta sérstaks veiðileyfagjalds, ef það er lagt á," segir bæjarráðið.
Skiptar skoðanir eru í bæjarráði og í bæjarstjórn á ágæti veiðileyfagjalds segir í ályktuninni. "Eftir sem áður eru allir fulltrúar sammála um að ef leggja á sértækan skatt á landsbyggðina þá eigi sá skattur fyrst og fremst að renna til samfélaganna þar."
 
Bæjarráðið kveður núverandi ríkisstjórn hafa hækkað veiðileyfagjald á atvinnulíf í Eyjum.
 
"Búast má við því að í ár renni um 2.300 milljónir frá Vestmannaeyjum bara vegna þessa sérstaka gjalds sem Eyjamenn greiða umfram aðra."

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.