Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku?

spyr Hildur Sólveig Sigurðardóttir

4.Október'13 | 08:17
Kom virkilega síðasti Vestmannaeyingurinn fæddur í Eyjum í heiminn í síðustu viku? Þetta er spurning sem Hildur Sólveig Sigurðardóttir, barnshafandi Vestmannaeyingur, sjúkraþjálfari og varabæjarfulltrúi, spyr í bréfi sem hún hefur sent þingmönnum Suðurkjördæmis.
Í bréfinu fjallar hún um lokun skurðstofu í Vestmannaeyjum og hvaða áhrif það hefur á íbúa Eyja, meðal annars þeirra sem eru barnshafandi.
 
„Nú er svo komið að mér er ekki lengur orða bundist. Ég er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Reiði í garð þeirra frambjóðenda sem ég lagði allt mitt traust á, þeirra frambjóðenda sem ég var viss um að myndu forgangsraða rétt, myndu styrkja grunnþjónustu landsbyggðarinnar allrar. Jú, skref hafa verið tekin í rétta átt, dregið úr ,,gæluverkefnum” og reynt að ná fram hallalausum rekstri sem er eina leiðin úr sívaxandi skuldasöfnun þjóðarinnar og göfugt markmið. En ég er mjög minnug þess þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, og margir þingmenn kjördæmisins komu inn fyrir dyr Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og gengu út klökk með grátstafina í kverkum að manni þótti bera skynbragð á það skelfilega ástand sem ríkti á stofnuninni. Hallarekstur stofnunarinnar var það mikill að birgjar voru búnir að loka fyrir pantanir, lyf og ýmislegan nauðsynlegan búnað var erfitt að fá vegna þess að HSVE var jú í rauninni gjaldþrota.“
 
Í bréfinu segir Hildur að starfsmenn skurðstofunnar fengið uppsagnarbréf og þrátt fyrir að sú ákvörðun sé tekin af framkvæmdastjórn HSVE (Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja), þvert gegn vilja ráðuneytis og væntanlega bæjarfélagsins í heild sinni hefur ekkert verið aðhafst í því að snúa þeirri skelfilegu ákvörðun, skrifar Hildur.
 
„Starfandi læknar á heilsugæslu og sjúkradeild hafa sent yfirlýsingu til landlæknis um að þeir afsali sér ábyrgð á fæðingarþjónustu sem hingað til hefur verið á herðum skurðlæknis. Því er öll ábyrgð á fæðandi konum og nýburum þeirra einvörðungu á herðum einu starfandi ljósmóður Vestmannaeyja, segir í bréfi Hildar.
 
Hún segir að íbúar Vestmannaeyja sem hafa áttað sig á að þeir búa við þetta falska öryggi séu farnir að upplifa sig sem annars flokks manneskjur, líf þeirra virðast ekki vera metin að jafn miklum verðleikum og líf einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu.
 
„Í einfeldni minni hélt ég að þegar verið væri að setja ofurskatt á nokkur byggðarfélög, eins og raunin er með Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar með nýja veiðileyfagjaldinu, en framlag Vestmannaeyja vegna þess mun t.d. skila 2300 milljónum til ríkissjóðs, að hægt væri að minnsta kosti að gefa veika fólkinu í Vestmannaeyjum nægt súrefni,“ skrifar Hildur en bréf hennar fylgir með fréttinni hér að neðan.

Bréf Hildar í heild má lesa með því að smella hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.