Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana

3.Október'13 | 08:19
Bæjarráð Vestmannaeyja leggst alfarið gegn áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana sem leiða mun til þess að forræðið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja verð færð frá Vestmannaeyjum og á Selfoss.
Bæjarráð þekkir hversu erfiðlega hefur gengið að tryggja öruggan rekstur Heilbrigðisstofnunar og víkur sér á engan hátt undan þátttöku í að verja þjónustuna og efla hana. Sú leið að færa forræðið frá heimamönnum er hinsvegar ekki vænleg til árangurs.

Taka þarf alla velferðarþjónustu í Vestmannaeyjum til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að endurskipuleggja og sækja fram með þjónustuþega í huga.
 
Bæjarráð skorar á þingmenn suðurlands að taka þátt í því með Vestmannaeyjabæ að sækja fram fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja og snúa vörn í sókn.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is