Áframhaldandi niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja

2.Október'13 | 08:06

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í gær lagði ríkisstjórn Íslands fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 og er ljóst á því að áframhaldandi niðurskurður mun verða á fjármunum þeim sem að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur úr að spila á næsta ári. Ljóst er að tillaga verður lögð fram um að sameina Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Suðurlands.
Í fjárlagafrumvarpinu stendur eftirfarandi:

"781 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að rekstrargjöld nemi um 664,9 m.kr. á næsta ári og jafngildir það um 66,3 m.kr. lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Í samræmi við veltutengd aðhaldsmarkmið ríkisstjórnarinnar hækka sértekjur liðarins um 3,5 m.kr. Með vísan til ítrekaðra athugasemda Ríkisendurskoðunar um rekstrarafkomu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, skýrslu Boston Consulting Group og úttektar starfshóps sem greindi rekstur stofnunarinnar fyrr á þessu ári er lögð til 85,3 m.kr. lækkun á fjárheimild liðarins. Þessari útgjaldalækkun verður meðal annars náð með sameiningu heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmi Suðurlands auk þess sem skipaður verður samstarfshópur sem fylgja mun eftir þeim ábendingum og tillögum um hagræðingaraðgerðir sem liggja fyrir í framangreindum úttektum svo sem að endurskilgreina þjónustustig á sérhæfðri starfsemi heilbrigðisstofnana. Gert er ráð fyrir að við 2. umræðu frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga um að sameina og fækka fjárlagaliðum heilbrigðisstofnana til samræmis við áform um sameiningar stofnananna. Í öðru lagi er lögð til 17,6 m.kr. hækkun framlags vegna jafnlaunaátaks. Í þriðja lagi hækkar framlag um 4,9 m.kr. til að standa við samningsbundnar greiðslur húsaleigu til Fasteigna ríkissjóðs. Loks nema launa- og verðlagsbætur liðarins 23,4 m.kr."

Fjárlagafrumvarp 2014:
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum
 
Almennur rekstur:
1.01 Heilsugæslusvið 239,0
1.11 Sjúkrasvið 403,4
1.21 Hjúkrunarrými 73,6
Almennur rekstur samtals 716,0
 
Gjöld samtals 716,0
 
Sértekjur:
Sértekjur -51,1
 
Gjöld umfram tekjur 664,9
 
Fjármögnun:
Greitt úr ríkissjóði 664,9


Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.