Fjórir læknar hætta í Eyjum

1.Október'13 | 08:12
Skurðstofan í Vestmannaeyjum verður áfram opin næstu vikur en til stóð að loka henni á morgun. Óvissa ríkir þó um framtíð stofnunarinnar og hefur hjartalæknir þar sagt upp störfum. Áður höfðu þrír læknar sagt starfi sínu lausu, skurðlæknir og tveir heimilislæknar.
Langvarandi óvissa
Hjörtur Kristjánsson, hjartalæknir á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. janúar næstkomandi. Hann segist hafa sagt upp vegna langvarandi óvissu um framtíð sjúkrahússviðs stofnunarinnar. „Það er ljóst að með núverandi fjárveitingu er ekki hægt að reka stofnunina eins og hún hefur verið. Þannig að það þarf þá að breyta því eða ákveða hvar á að skera. Það hefur verið hræðsla að taka þá pólitísku ákvörðun hvað á að leggja niður. Þannig að þetta hefur verið langvarandi óvissa og ég hugsa að ég tali fyrir hönd flestra starfsmanna þegar ég segi að það er óviðunandi að hafa þetta þannig“, segir Hjörtur.
 
Skurðstofan áfram opin á dagvinnutíma
Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segir að enginn hafi sótt um lausar læknastöður. Til stóð að loka skurðstofunni í Eyjum á morgun. Gunnar segir að samkomulag hafi náðst við skurðlækni um að vinna áfram út októbermánuð á dagvinnutíma. Hann geti aðstoðað aðra lækna við beinbrot og slík mál en ekki sé hægt að framkvæma allar aðgerðir þar sem enginn svæfingalæknir er að störfum. Gunnar segir að unnið sé að því í ráðuneytinu að móta framtíðarsýn stofnunarinnar og málin muni skýrast á næstu vikum.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.