Kynþáttafordómar í Keflavík?

25.September'13 | 07:31
Svo virðist sem áhorfandi á viðureign Keflavíkur og ÍBV í Pepsi-deild karla um liðna helgi hafi látið ófögur orð falla í garð leikmanns Eyjamanna.
 
Gera þurfti hlé á leiknum um tíma þegar Tonny Mawejje hjá ÍBV braut á Arnóri Ingva Traustasyni, leikmanni Keflavíkur. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, leyfði leiknum að halda áfram enda Suðurnesjamenn í sókn. Að lokinni sókninni var hugað að meiðslum Arnórs Ingva.
Stuðningsmenn Keflavíkur voru ósáttir við að Mawejje væri ekki refsað með rauðu spjaldi. Létu þeir dómarann heyra það. Virðist einn hafa farið yfir strikið þegar hann öskrar inn á völlinn að hann eigi að reka „negrann útaf“.
 
Umrætt atvik má sjá á myndbandinu hér að neðan. Umrætt öskur má heyra eftir um tvær mínútur og átján sekúndur. Myndbandið var sett á vefinn af Sportic umboðsmönnum en Arnór Ingvi er einn þeirra leikmanna sem eru á mála hjá skrifstofunni.
 
Hægt er að horfa á myndbandið hér

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.