Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur illu heilli ekki lausnir á vandanum

23.September'13 | 08:11
Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af samgöngum á sjó á komandi vetri. Enn eitt árið stendur til að sigla í sömu höfnina á sama skipinu yfir sama veður- og hafsvæðið. Niðurstaðan verður því væntanlega sú sama og verið hefur. Jafnvel þótt nú líti út fyrir að byrjunarörðugleikar vegna hafnarinnar sjálfrar -og þá sérstaklega það sem snýr að sandburði- verði minni en áður, hafa litlar breytingar verið gerðar að öðru leyti.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur illu heilli ekki lausnir á vandanum. Annað færara fólk verður að koma með lausnirnar. Ástæða er einnig til að halda því til haga að jafnvel þótt bæjarstjórn hefði lausnirnar þá fer hún ekki með forræði málsins. Slíkt er hjá ríkinu. Bæjarstjórn gerir hinsvegar þá kröfu að samgöngum við Vestmannaeyjar verði svo fljótt sem verða má komið í þann farveg sem samfélagið þarf á að halda. Núverandi ástand er ill þolanlegt.
 
Ályktun:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fá fram upplýsingar um stöðu mála hvað ástand hafnarinnar varðar og hverju rannsóknir seinustu mánaða hafa skilað. Sérstaklega óskar bæjarstjórn upplýsinga um niðurstöður rannsókna á áhrifum lengingar hafnagarða. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um stöðu mála hvað nýsmíði varðar.
Gunnlaugur Grettisson
Elliði Vignisson
Páley Borgþórsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Jórunn Einarsdóttir
Kristín Jóhannsdóttir
Stefán Óskar Jónasson
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.