Biðstofu breytt í ævintýraland

20.September'13 | 08:50
"Mér fannst vanta eitthvað til að lífga upp á hvíta veggina - eitthvað sem börnin gætu haft ánægju af að horfa á," segir Sigurfinnur Sigurfinnsson, fyrrverandi myndmenntakennari í Vestmannaeyjum. Krakkakrókur var opnaður á biðstofunni á Heilsugæslustöðinni í Eyjum nýlega.
Sigurfinnur hefur á tveimur dögum breytt króknum í sannkallaðan ævintýraheim. Þar hafa þekktar ævintýrapersónur lifnað við svo sem Litla hafmeyjan, Mikki mús og Aladdín og fleiri eiga eftir að bætast við. Myndirnar eru gjöf Sigurfinns til barnanna í Eyjum því hann gefur bæði efni og vinnu. "Það eru engin leikföng til á biðstofunni og ég skora á verslunareigendur í Vestmannaeyjum að bæta úr því," segir hann.
 
 
Halldór Halldórsson tók upp skemmtilegt myndband þegar að Sigurfinnur var að teikna og mála á veggina í biðstofunni og birtum við það hér að neðan:

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.