Biðstofu breytt í ævintýraland

20.September'13 | 08:50
"Mér fannst vanta eitthvað til að lífga upp á hvíta veggina - eitthvað sem börnin gætu haft ánægju af að horfa á," segir Sigurfinnur Sigurfinnsson, fyrrverandi myndmenntakennari í Vestmannaeyjum. Krakkakrókur var opnaður á biðstofunni á Heilsugæslustöðinni í Eyjum nýlega.
Sigurfinnur hefur á tveimur dögum breytt króknum í sannkallaðan ævintýraheim. Þar hafa þekktar ævintýrapersónur lifnað við svo sem Litla hafmeyjan, Mikki mús og Aladdín og fleiri eiga eftir að bætast við. Myndirnar eru gjöf Sigurfinns til barnanna í Eyjum því hann gefur bæði efni og vinnu. "Það eru engin leikföng til á biðstofunni og ég skora á verslunareigendur í Vestmannaeyjum að bæta úr því," segir hann.
 
 
Halldór Halldórsson tók upp skemmtilegt myndband þegar að Sigurfinnur var að teikna og mála á veggina í biðstofunni og birtum við það hér að neðan:

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.