ÍBV mætir Fram í Laugardalnum í dag

13.September'13 | 07:59

fótbolti

Eyjamenn mæta Fram í dag kl. 17.30 í Laugardalnum. Fyrir þennan leik eru okkar menn í 6. sæti með 23 en Frammarar í því 8. með 19 stig, þess má geta að við eigum einn leik til góða á þá. Frammarar eru því 5 stigum frá fallsæti og eru væntanlega staðráðnir í því að næla sér í 3 stig í þessum leik.
Evrópusæti er kannski orðið fjarlægur draumur hjá okkar mönnum en við erum 14 stigum frá þriðja sætinu þegar fimm leikir eru eftir (þar af innbyrðisleikur við Stjörnuna sem situr í 3.sætinu núna). En eins og áður hefur sést þá getur ALLT gerst í fótbolta.
 
Það er ekki oft sem við fáum föstudagsleiki og því tilvalið lyfta sér aðeins upp og mæta á völlinn og öskra strákana til sigurs í þessum leik. Klárum nú þetta tímabil með stæl og sýnum úr hverju Vestmannaeyingar eru gerðir!
 
Líklegt byrjunarlið:
 
Eiður Aron er í banni svo við teljum líklegt að þjálfarateymið hendi hinum unga og bráðefnilega Jóni Ingasyni inn í byrjunarliðið og Matt Garner leysi Eið af í hjarta varnarinnar.
 
Hægt er að lesa skemmtilegapælingar stuðningsmanna ÍBV um leikinn á eyjamenn.com

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is