Dagbók lögreglunnar

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni

Helstu verkefni frá 26. ágúst til 2. september 2013

2.September'13 | 16:29

Lögreglan,

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglu í liðinni viku án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Eitthvað var um útköll vegna veðurhamsins sem gekk yfir eyjarnar í lok vikunnar án þess þó að tjón hafi hlotist af. Rólegt var yfir skemmtanalífinu um helgina og fá útköll á öldurhús bæjarins.
 

Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að menn væru að fara á milli veitingahúsa í bænum og taka ófrjálsri hendi poka sem í væru tómar drykkjarumbúðir. Veitingaeigendur geyma poka með drykkjarumbúðum yfirleitt fyrir utan veitingastaðina og er ljóst að það sem í þeim er, er eign veitingastaðanna. Lögreglan telur sig vita hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn.
 
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en í seðlaveski sem komið var með á lögreglustöðina fannst smáræði af kannabisefnum.
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.