Dagbók lögreglunnar

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni

Helstu verkefni frá 26. ágúst til 2. september 2013

2.September'13 | 16:29

Lögreglan,

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglu í liðinni viku án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Eitthvað var um útköll vegna veðurhamsins sem gekk yfir eyjarnar í lok vikunnar án þess þó að tjón hafi hlotist af. Rólegt var yfir skemmtanalífinu um helgina og fá útköll á öldurhús bæjarins.
 

Í vikunni var lögreglu tilkynnt um að menn væru að fara á milli veitingahúsa í bænum og taka ófrjálsri hendi poka sem í væru tómar drykkjarumbúðir. Veitingaeigendur geyma poka með drykkjarumbúðum yfirleitt fyrir utan veitingastaðina og er ljóst að það sem í þeim er, er eign veitingastaðanna. Lögreglan telur sig vita hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn.
 
Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en í seðlaveski sem komið var með á lögreglustöðina fannst smáræði af kannabisefnum.
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.