Til háborinnar skammar

segir verðandi móðir

29.Ágúst'13 | 12:45
„Ég er verðandi móðir er sett í október og hef alltaf sagt að ég vilji eiga barnið mitt í Vestmannaeyjum. Það er bara spurning hvort ég þori því“ segir Sigurbjörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir Ástæður þess að hún hefur áhyggjur er að á starfsmannafundi Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í gær var tilkynnt að skurðstofunni yrði lokað frá og með 1. október næstkomandi. Þetta mun verða til þess að mjög fáar konur munu fæða börn sín í Vestmannaeyjum.
„Mér finnst þetta til háborinnar skammar, þar sem ég er fædd og uppalin hér í Vestmannaeyjum hef alla tíð búið hér og vil ég geta fætt mitt barn í heimabæ mínum“ segir Sigurbjörg Jóna. „Þetta gerir mann líka hræddan því samgöngurnar á þessum tíma eru ekki alveg sem bestar vegna ófærð og þess háttar,“ bætir hún við.
 
Ekki er alltaf fært að fljúga frá Eyjum og Herjólfur siglir stundum ekki vegna veðurs. „Þótt maður eigi alltaf að líta á björtu hliðarnar þá getur alltaf eitthvað komið uppá sem maður vill ekki taka áhættu á þegar það verður engin skurðstofa í gangi hér“ segir Sigurbjörg Jóna sem er mjög svekkt yfir þessum niðurskurði.
 
„Hvað ef eitthvað svakalegt kemur uppá í fæðingunni? Ef barn eða móðir þarf strax að komast undir góðar hendur og ef veðrið bíður ekki uppá það að fljúga. Þetta gæti stofnað barni og móður í hættu, því engin fæðing er víst eins“ segir þessi verðandi móðir sem áttar sig á því að hún mun mjög líklega ekki geta fætt í Eyjum.
 
 
Viðbrögð margra Vestmannaeyinga við þessum niðurskurði hafa verið neikvæð. „Ég get sagt það að verðandi mæður og mæður eru ekki sáttar við þetta og er mikil umfjöllun um þetta á Facebook“ segir Sigurbjörg Jóna. Hún hafði einnig séð athugasemdir eins og „á ekki bara að taka Herjólf af okkur líka?“
 
„Mér finnst alls ekki gott að ekki sé hægt að fæða börn hér án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að eitthvað geti farið úrskeiðis og kannski ekki nægur tími til að koma manni undir læknishendur uppi á landi, þetta á bara að vera til staðar hér þar sem manni líður vel“ segir Sigurbjörg Jóna.
 
„Persónulega vil ég ekki fara međ nýfætt barn í Herjólf“ segir Sigurbjörg Jóna að lokum.
 
tekið af bleikt.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%